Óskiljanleg frétt!

Þessi frétt segir mér ekki neitt! Hversu margir sem lásu þessa frétt ætli viti hvað starfrækslugjaldmiðill er?

Það eina sem ég græddi á því að lesa þessa frétt var það að nú veit ég að best er að hafa starfrækslugjaldmiðil fyrirtækis í þeirri mynt sem notuð er í stærstua hluti viðskipta fyrirtækisins

Orðið sjálft finnst mér benda til þess að sú starfsemi sem fyrirtækið rekur fari fram í einhverjum tilteknum gjaldmiðli. Nú er hluti þeirrar starfsemi að geyma peningana mína sem eru íslenskar krónur...

Væri ekki í lagi að koma með smá orðskýringar þegar lykilorð í greininni eru svona fræðileg?


mbl.is Kaupþing breytir starfrækslugjaldmiðli í evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég skil þetta þá þýðir það að bankinn mun núna nota evrur við alla vinnslu hjá sér. Hann hefur ársreikninga, hlutabréf og aðra vinnslu í evrum í staðinn fyrir krónur, gæti verið til að auðvelda erlendum fjárfestum leikinn. Ég er sammála þér að þá má alveg skýra svona fréttir betur þannig að hinn almenni borgari nái betur að skilja þær. 

mbk

Óli 

p.s. vertu duglegri að blogga.

Ólafur Hannesson 26.10.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband