Verðmæti safnast á fáar hendur:

Eftir þetta verða aðallega þrír aðilar sem eiga Hitaveitu Suðurnesja. Þ.e. Reykjanesbær, GGE og OR. Önnur bæjarfélög munu eiga innan við 0,6% hvert. það ætla ég þó að vona að þetta eigi ekki eftir að gera það að verkum að auðveldara verði að "renna" HS inn í GGE.

Almennt verður það þó að viðurkennast að fjármunir hafa verið að safnast á fárra manna hendur. Það er nánast sama hvert er horft. Það er fákeppni allstaðar. Og hún er að aukast. Hér eru nokkur dæmi:

Matvörur: Kaupás,  Baugur.

Byggingavörur: BYKO, Húsasmiðjan.

Ís: Kjörís, Emmess ís.

Raftæki: Elko, B.T.

Símafyrirtæki: Síminn, OgVodafone.

Flug: Iceland Express, Iceland Air.

...Svona mætti lengi telja. Það virðist þó vera sama hvert er litið. Það eru alltaf einhverjir risar á markaðnum sem gera það að verkum að, nánast ómögulegt, er fyrir menn að stofna fyrirtæki í samkeppni við þá. Þróunin verður sífellt meiri í þessa átt. Nú eru litlu fiskbúðirnar að verða æ sjaldgæfari og í staðin er komið eitthvað sem heitir Fiskisaga. Ég bíð bara eftir þeim sem ætlar að koma á móti svo ekki sé hægt að saka neinn um einokun.vs

Hér áður fyrr töluðu vinstrimenn oft eins og ríkið ætti að eiga allt. En þó er augljóst að þá vantar alla hvatningu hjá starfsfólki. En þegar fyrirtæki eru orðin svona stór og starfsmannaveltan er svona mikil. Þá gæti hér eins verið um ríkisrekið fyrirtæki að ræða.

Þetta er hlutur sem Íslendingar ættu, alvarlega, að velta fyrir sér. Því að þegar risarnir á mörkuðunum verða svona stórir þá verður ekki aftur snúið. Það þarf að minnsta kosti eitthvað alvarlega mikið að gerast til þess að við fáum aftur eins mikla fjölbreytni á markaðinn og áður var.

 


mbl.is Samþykkt að selja hlut í HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara benda þér á að í flugi og síma var ekkert sérstaklega mikil samkeppni hér í gamla daga.

Stebbi 18.12.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Ellert Smári Kristbergsson

Það var nú heldur ekki meiningin. Var bara að benda á að það ríkir víða fákeppni. Finnst það augljóst að það hafi verið að aukast. En ef það er einhver sem vill halda öðru fram þá er ég alveg til í að rökstyðja það nánar.

Ellert Smári Kristbergsson, 18.12.2007 kl. 19:49

3 identicon

Finnst ykkur vera mikil samkeppni í flugi og síma í dag?

Kristbjörg 18.12.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Ellert Smári Kristbergsson

Ég held að ég þurfi að leiðrétta smá misskilning sem hefur greinilega orðið hérna. Stebbi misskilur mig fyrst og heldur að ég sé að segja að samkeppni hafi farið minnkandi í flugi og síma. Þó raunin sé sú að hún hafi alltaf verið lítil.

Kristbjörg kemur svo og misskilur enn frekar að ég hafi samsinnt Stebba um að það væri í raun bara bullandi samkeppni í þessum bransa.

Það sem ég er í raun að segja og mér sýnist allir hér vera sammála um. Er það að það ríkir fákeppni á þessum sviðum. Þó svo að það hafi kannski ekki orðið miklar breytingar þar á uppá síðkastið hvað varðar flug og síma. Þó held ég að allir geti verið sammála um það að fákeppni hefur aukist víða annarsstaðar. Og það er það sem mikil væg er að velta fyrir sér. Því það getur verið erfitt fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn.

Viðar: Ég þakka stuðninginn Viðar. Nú ætla ég að reyna að vera duglegur um jólin. 

Ellert Smári Kristbergsson, 19.12.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband