Miðvikudagur, 31. október 2007
Ætli það sé skárra á hinum skólastgunum?
Eitthvað segir mér að háskólarnir séu ekki einu skólarnir hér á landi sem þurfa að glíma við þennan vanda. T.d. má sjá á skýrslu sem gerð var á vegum menntamálaráðuneytisins að árin 2003 - 2004 var mjög hátt hlutfall kennara í grunnskólum, ekki með fullnægjandi menntun. Og í skýrslu frá hagstofunni, sem gerð var í mars 2003, segir, um starfsfólk í menntaskólum, að einungis "Um 74% starfsfólks við kennslu hafi kennsluréttindi".
Ég veit ekki með ykkur, lesendur góðir, en ég hef það á tilfinningunni að lítið hafi breyst í þessum málum. Sérstaklega þegar litið er til þess að nemendur úr kennaraháskólanum skila sér oft ekki í kennarastörfin. En fari heldur í einhverjar betur launaðar stöður sem bjóðast fólki með slíka menntun.
Hvert hefur hagvöxtur síðustu ára verið að skila sér? Hefur hann farið í að borga þeim, sem leggja mest til samfélagsins, sómasamleg laun? Eða hefur hann farið í einkennilegar skattalækkanir á þenslu tímum sem skila sér svo í enn meiri þenslu þegar skynsamlegast væri að reyna að slá á þensluna?
Of margir án fullnægjandi menntunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú því fram að þeir séu verri kennarar sem hafi ekki lært. Í hvaða störf geta þeir farið sem hafa kennaramenntun á bakinu? Bara forvitni.
mbk
Óli
Ólafur Hannesson 31.10.2007 kl. 16:35
Nei ég held því ekki fram allir sem ekki hafi lært séu verri kennarar. En þeir sem hana hafa, læra sitthvað um barnauppeldi og hafa sýnt fram á ákveðna kunnáttu sem nýtist við að kenna börnum.
Máli mínu til stuðnings skal ég vitna í einn kennara nema sem tekið var viðtal við um ári áður en skýrslurnar tvær, sem ég vitnaði í hér að ofan, voru unnar. En þegar hún var spurð hvað henni fyndist kennaramenntunin gefa sér svaraði hún: "Þetta gefur mér meiri innsýn inn í kennsluaðferðir og rannsóknir sem unnar hafa verið á sviði kennslufræða. Kennsluréttindin gefa mér einnig mun faglegri sýn á kennarastarfið. Mér finnst þessa faglegu sýn oft vanta hjá mér sem leiðbeinanda."
Seinna í sama viðtali er hún spurð hvernig kennaramenntunin muni nýtast henni við þau störf sem hún tekur sér fyrir í framtíðinni því svarar hún svona: "Kennaramenntun er menntun sem er mjög eftirsótt á vinnumarkaðinum. Þar sem um er að ræða mjög almennt nám sem tekur á stjórnun, skipulagningu og ráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Það sem snýr að mannlega þættinum nýtist manni vel þar sem atvinnulífið almennt er farið að gera auknar kröfur til hæfni í mannlegum samskiptum."
Það má t.d. taka það sem dæmi að fyrirtæki eru mörg hver byrjuð að leggja mikla áherslu á að fræða starfsfólk sitt og halda fyrir það ýmiskonar námskeið. o.s.fr.
Takk fyrir góða spurningu Óli. Ég vona að þetta hafi svarað henni.
Ellert Smári Kristbergsson, 31.10.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.