Mánudagur, 31. mars 2014
Ámundi "segist hafa heyrt af því að forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja séu farnir að íhuga það alvarlega að flytja sig um set"
Borgartúnið lítur mikið betur út í dag en það hefur nokkurntíma gert áður. Núna er hægt að labba frá Laugardalslauginni niður í bæ í fallegu og skemmtilegu umhverfi alla leiðina. Eftir að Borgartúnið tók á sig þessa nýju mynd er Reykjavík loksins orðin borg þar sem hægt er að labba langar leiðir í góðu veðri, skoða í búðir og kíkja inn á kaffihús. Borgartúnið er því orðið mjög flott framlegning á miðbænum og tengir austurbæjinn við miðbæjinn á skemmtilegan hátt. Þar eru kaffihús, bakarí og búðir sem gaman er að labba eða hjóla framhjá.
Þó að einhver Ámundi hafi heyrt einhverja segjast vera óánægðir með þetta hef ég fulla trú á því að þessar breytingar eigi eftir að auka verslun í Borgartúninu. Ef einhverjir kjósa að flytja sig um set því að þeir þurfa að labba örfáar húsalengdir í vinnuna þá er það þeirra tap að flytja úr þessari frábæru götu sem Borgartúnið er orðið núna.
Íhuga flutning úr Borgartúninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Agalegt að mamma hans geti ekki keyrt á milli húsa í sömu götu ...
Skeggi Skaftason, 1.4.2014 kl. 09:35
Verslun og þjónusta á Laugaveginum og í miðbænum sem snýr að Íslendingum hefur gjörsamlega hrunið á síðustu árum þar sem það er búið að skipuleggja hana burt með skertu og slæmu aðgengi. Skipulagsmál í borginni eru grundvölluð á tísku og skammsýni, og það er ekki hægt að kenna einhverjum einum stjórnmálaflokki þar um. Þökk sé eldgosi í Eyjafjallajökli og öflugu ríkisstyrktu markaðsátaki þrífast í miðbænum í dag flíspeysubúðir, hótel og kaffihús. Þetta gæti vel orðið þróunin í Borgartúninu - Íslendingar vilja nota einkabílinn. Hinn möguleikinn er sá að Borgartúnið verði draugabær, þar sem það hefur ekki þann sjarma sem miðbærinn hefur.
KIP 1.4.2014 kl. 09:43
Stórfurðulegt fyrirbæri að hafa ekki útskot fyrir Strætó! Þetta er svona í Árbænum, öllum til ama og var talið stafa af mistökkum. Langar bílaraðir kvölds og morgna á eftir strætó. Gera þessir "umhverfissinnar" sér ekki grein fyrir að þetta stóreykur mengun og kostnað? Sífellt er verið að stoppa og taka af stað eftir strætó, með tilheyrandi brennslu á bensíni og olíu og óþarfa sliti á rándýrum bílhlutum. Tímsóun bætist svo við og bein sóun gjaldeyris! Ömurlegt klúður og sóun á kostnað almennings!
NKL 1.4.2014 kl. 10:17
Já, það er svo sannarlega gaman að heyra að fólk sem labbar stundum frá Laugardalslauginni og niður í bæ geti gert það í ögn fallegra umhverfi.
Skítt með það þó að allir starfsmenn fyrirtækja við götuna séu að bilast vegna þessara framkvæmda: finni ekki bílastæði, þurfi að bíða mun lengur en áður eftir strætisvögnum sem eru fastir í umferðarhnútum, viðskiptavinir leiti annað ... nei: ekkert af þessu skiptir greinilega máli: aðalatriðið hlýtur að vera að utanbæjarfólk, sem labbar annað slagið frá Laugardalslauginni og niður í bæ þurfi ekki að kveljast vegna sjónmengunar á leiðinni.
"Rörsýnin" í þessu bloggi er með ólíkindum: það er greinilegt að þú setur "þín" lífsgæði mun ofar lífsgæðum "annarra", jafnvel þótt þar sé um að ræða hundruði manna. Það er einfaldlega búið að skemma Borgartúnið, og um það eru allir starfmenn við götuna sammála. Ef þú þyrftir actually að vinna hérna í stað þess að spígspora annað slagið um á leiðinni eitthvað annað þá kæmi örugglega annað hljóð í strokkinn.
Birgir 1.4.2014 kl. 12:30
Ég er nú að vinna þarna í Borgartúni, fínt bara að það sé gert eitthvað,ekki eins og það hafi verið eitthvað gott fyrir. Það var bara ógeð og er núna minna ógeð.
björn þorsteinsson 1.4.2014 kl. 12:41
@KIP: Verslun á laugarvegi hefur hrunið vegna samkeppni frá verslunarmiðstöðum. Viðbrögð verslunarmanna á laugarvegi hefur verið að gera ekkert og vonast að fólk komi magically tilbaka. Sem og að mótmæla öllum breytingum og tilraunum til að lappa upp á veginn.
@Birgir: Varðandi bílastæðaskort á þessari götu þá fækkaði þessum stæðum um heil 32 skilst mér sem er ekki stæði per hús. Og ég veit for a fact að þú talar ekki fyrir hönd "allra" sem vinna þarna þar sem ég hef heyrt annað hljóð frá flestum sem ég þekki á þessu svæði. Sem og ég vann þarna eins og þetta var áður og þá var þessi gata einfaldlega hættuleg lífi og limum og margir reyndu að sleppa við að fara á þessa götu vegna óþæginda við akstur á henni.
Jón Grétar 1.4.2014 kl. 13:12
Hættuleg lífi og limum? Andskotans vitleysa. Ég hafði oft gengið niður í Borgartún (hef ekki alltaf átt bíl og á heldur ekki bíl í dag vegna fátæktar) áður en gatan var gerð einbreið, enda átti ég oft erindi þangað vegna fyrirtækja sem voru við götuna. Ég lenti aldrei í því að geta ekki farið yfir götuna. Á vissum stöðum, eins og við gatnamót hafa fótgangandi vegfarendur forgang og ég hef alltaf nýtt mér það. Þessi (þá) tvö hringtorg gerði það líka að verkum, að aksturshraðinn var aldrei mikill.
Núna í dag hins vegar eru margir bílstjórar orðnir svo reiðir yfir öllum þessum hindrunum, sem trúðurinn lét setja í LSD-flippinu, að nú er ég orðinn varari um mig. Og ég get vel skilið þessa gremju. Það er allt í lagi að setja svona framkvæmdir í gang inni í íbúðarhverfi, en Borgartúnið er EKKI íbúðarhverfi og þar eiga að vera aðrar áherzlur.
Og ég vona svo sannarlega að þessi fyrirtæki/stofnanir sem ég á samskipti við pakki ekki saman fyrir rest og flytji út fyrir bæinn, þar sem strætisvagnasamgöngur eru lélegri. En varðandi strætisvagnasamgöngur um Borgartúnið, þá eru þær orðnar verri síðan þessir ónotuðu hjólreiðastígar komu, mér til gremju. Fjarkinn, t.d. í átt að Kringlunni er alltaf seinn af því að þrenging Borgartúnsins gerði það að verkum að bílar, sem þurfa að beygja til vinstri í Borgartúninu stífla alla umferð um götuna. Þetta var ekki þannig áður, en þetta ætla ég muna sem arfleifð trúðaflokksins í borgarstjórn: Þeim sem nota almenningssamgöngur var refsað harðlega.
Pétur D. 1.4.2014 kl. 13:48
@Birgir Ég bý reyndar frekar nálægt Borgartúninu og hefði ekkert á móti því að vinna þarna því þá gæti ég bara labbað í vinnuna. Það er fullt af fólki sem getur notið þess að Borgartúnið sé orðin fallegri gata. Við endan á Borgartúninu eru til dæmis tvö stór hótel, Grand Hótel og Hótel Cabin. Þar er fullt af túristum sem hafa eflaust gaman af því að labba niður Borgartúnið í fallegu veðri.
Ég talaði líka við konuna í blómabúðinni og hún sagðist vera mjög ánægð með það hvernig Borgartúnið hefði breyst. Hún og Björn, hér að ofan, eru því strax tvö dæmi sem afsanna að "allir starfmenn við götuna séu sammála um að hún hafi verið skemmd".
Ellert Smári Kristbergsson, 1.4.2014 kl. 13:56
@Pétur: Reyndar var ég að tala um í akstri. Þessi gata var stórhættuleg á álagstímum.
Jón Grétar 1.4.2014 kl. 16:37
@Jón Grétar. Verslunarmenn við Laugaveginn hafa ekkert með skipulagsmál að gera. Þeim hefur ekki verið hleypt að borðinu.
KIP 1.4.2014 kl. 17:18
@KIP: Nei en þeir hafa allt að gera við rekstur og markaðssetningu sinna fyrirtækja. Og þeir vissulega hafa rödd þegar það kemur að skipulagsmálum þó þeir hafi ekki endanlegt valdið.
En viðbrögð þeirra við samkeppni hafa ekki verið viðbrögð aðila sem hafa vit á samkeppni eða markaðssetningu. Þeirra viðbrögð hafa helst verið að stofna samtök til að mótmæla ÖLLUM breytingum. Það er ákaflega augljóst að þeir munu aldrei vinna Kringluna og Smáralind á fjölda bílastæða. Þeir geta aldrei unnið á þessum 3 stæðum sem eru beint fyrir utan búðina. Þeir munu aldrei vinna á því að væla um sinn hag.
En þeir ætla að vinna á því að væla yfir borgarstjórn og biðja til guðs að fólk langi allt í einu að koma til þeirra aftur útaf engu. Þeir ætla ekkert að breyta hjá sjálfum sér. Þeir ætla ekkert í sameiginlega auglýsingaherferð. Þeir ætla ekkert að reyna hjálpa við að koma lífi í miðbæjinn. Opnunartímar eiga vera þeir sömu og virkuðu 1980.
Ég verð bara að pulla sjálfsstæðismannin á þetta. Free market og survival of the fittest. Hvað eru þeir að bíða eftir? Að ríkissstjórn setji lög þess eðlis að 30% allra hluta verði að kaupa á Laugavegi?
Farið á námskeið í verslunarrekstri ef þið viljið lifa af. Þangað til verða þeir bara að sætta sig við að rekstaraðilar Kringlunnar líti til þeirra og hugsi: "Pfft. Amatörar."
Jón Grétar 1.4.2014 kl. 17:35
@Jón Grétar: Hvort að sú verslun í miðbænum sem ég vísa í lifir eða drepst grundvallast á skipulagsmálum. Þetta snýst um aðgengi að þessum verslunum, sem verður sífellt verra og verra með hverju árinu. Það þarf ekki að taka afstöðu til þess hvort að Laugavegurinn sé göngugata eða ekki (eða sérhagsmuna einstaka verslunarmanna) til að sjá að stefna yfirvalda í skipulagsmálum gengur ekki upp. Það er verið að skipuleggja fólkið í burtu frá miðbænum með því að skerða aðgengi að miðbænum.
Til þess að "free market og survival of the fittest" virki verða skipulagsyfirvöld að sleppa taumnum og leyfa verslunarmönnum í miðbænum að taka þátt í skipulagsmálum þar. Það þarf líka að gefa þeim tækifæri til að búa sér til sambærilegt aðgengi og er í Kringlunni og Smáralind, t.d. með því að reisa bílastæðahús sem tekur 3000+ bíla í stæði við Laugaveginn.
KIP 1.4.2014 kl. 19:52
Ég hef þurft að sækja þjónustu í Borgartúnið og er alls ekki hrifin af þessum breytingum, held að það hefði mátt hugsa þetta eitthvað betur.
Guðrún 1.4.2014 kl. 22:18
Það er nefnilega alltaf gott veður á Íslandi.
Það er alltaf hægt að rölta bara í Borgartúnið.
Það eru allir alltaf í göngufæri við Borgartúnið þegar þeir þurfa að komast þangað.
Það geta allir gengið.
Fólk er aldrei með meira dót með sér en hægt er að ganga með.
Fólk vill ganga í Borgartúnið en ekki t.d. keyra þangað.
Fólk hefur alltaf nægan tíma í gönguferð í Borgartúnið.
...er þetta rör nógu þröngt fyrir þig?
Jamm 2.4.2014 kl. 06:14
@Jamm: Þetta væru kannski gild rök ef ég hefði verið að tala fyrir því að loka fyrir alla bílaumferð um Borgartúnið og að Borgartúninu en ég var ekkert að tala um neitt slíkt. Það væri líka fáránlegt ef við ætluðum að hanna borgina með það í huga að hér væri alltaf vont veður. Þá væri ekki hægt að njóta góðaveðursins þegar það kemur.
Ellert Smári Kristbergsson, 2.4.2014 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.