Þriðjudagur, 1. október 2013
Eins og í GTA 5
Segið svo að tölvuleikir hafi ekki áhrif á fólk.
GTA V (fimmta útgáfa af GTA, sem stendur fyrir Grand Theft Auto, leikjaröðinni) kom út fyrir ekki svo löngu síðan og ef þetta væri ekki frett hefði ég haldið að þetta væri lýsing á leiknum. Algengt er að leikmenn séu að flýja frá lörgeglunni. Þegar leikmenn klessa á hluti á bílnum sínum verður hann lélegur og á endanum þarf að skipta um bíl. Þá er einmitt besta leiðin til þess að komast undan að hlaupa að næsta bíl, draga ökumanninn út og halda svo áfram á flóttanum.
Dró konuna út úr bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Vegna þess að engum datt í hug að stela bíl af fólki fyrr en sá leikur kom út.
Einar 1.10.2013 kl. 13:24
Engar áhyggjur það verður búið að sleppa manninum fyrir eftirmiðdagskaffi. Ekki gera þetta aftur góði!
Hvumpinn, 1.10.2013 kl. 14:00
Einar, ég held að Ellert Smári sé að tala um aðferðina, ekki það að hann haldi að þetta sé fyrsta bílrán á Íslandi.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.10.2013 kl. 16:55
Jú það var einmitt aðferðin og lýsingin á atburðarásinni allri sem ég átti við. Það er varla hægt að halda því fram að um tilviljun sé að ræða þar sem leikurinn er ný kominn út og aðferðirnar eru nákvæmlega eins. Það er ekki það algengt að bílum sé rænt þannig að fólk sé dregið út úr bílunum sínum og svo ekið af stað (nema jú í tölvuleiknum GTA).
Ellert Smári Kristbergsson, 1.10.2013 kl. 18:22
Ekki vera gjörsamlega þroskaheftur. Að segja að þetta sé leiknum að kenna sýnir bara hve fáfróður þú ert. Prufaðu að spila leikinn og sjáðu svo hvort þér langi ekki að fara og draga næsta mann úr bílnum sínum og aka í burtu. Ef þú ert með eitthvað í kollinum á þér þá gerirðu það ekki.
Hjalti 1.10.2013 kl. 23:07
"Það er varla hægt að halda því fram að um tilviljun sé að ræða þar sem leikurinn er ný kominn út og aðferðirnar eru nákvæmlega eins."
Það er nú varla hægt að halda því fram að þetta hafi ekki komið fyrir einhvern þegar þessi leikur var ekki nýútkominn. Þetta er auðvitað besta mögulega leið til að halda flótta áfram, án þess að gera það á tveimur jafnfljótum, og maður þarf nú ekki gífurlegt hugmyndaflug til að láta sér detta þetta til hugar. Hinsvegar þarf eitthvað töluvert meira en bara hugmyndaflug til að maður fari í tölvuleik og reyni svo að lifa hann út í hinu raunverulega lífi. mér þykir mjög hæpið að klína þessu á einhvern nýútkominn tölvuleik..!
Davíð 2.10.2013 kl. 03:37
Þannig að ef að GTA V væri ekki kominn (þetta var btw í öllum GTA 3D leikjunum) hvað hefði maðurinn þá gert? Bankað á rúðuna og beðið konuna vinsamlegast um að yfirgefa bílinn því hann þyrfti á honum að halda?
Framferði þessa manns hefur nákvæmlega ekkert með leikinn að gera.
ViceRoy, 2.10.2013 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.