Færsluflokkur: Íþróttir
Mánudagur, 8. október 2007
Reykjavík Energy Invest ekki bara erlendar eignir.
Reykjavík Energy Invest var stofnað í mars til þess að búa til hlutafélag í kring um erlendar eignir Orkuveitu Reykjavíkur. Sem er mjög skiljanlegt þar sem að ríkisrekin fyrirtæki hafa lítið með erlendar fjárfestingar að gera. Enda á það kannski betur heima í einkageiranum.
Í fréttum frá þeim kemur svo fram að erlendar eignir Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið færðar undir félagið. Við samruna félagana kemur hins vegar í ljós skv. frétt á fréttavef ríkisútvarpsins að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitusuðurnesja hefur augljóslega verið settur undir Reykjavík Energy Invest. Sem var svo Geyser Green.
Dæmið: Orkuveita Reykjavíkur átti 16,58% hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Geyser Green átti 32% og eftir sameininguna á sameinaða fyrirtækið 48% hlut í H.S.
Nú er stefnt að því að koma sameinaða fyrirtækinu á hlutabréfamarkað árið 2009. Er hér verið að fara bakdyramegin að því að einkavæða stærri hluta af Hitaveitu Suðurnesja?
Af hverju hefur það hvergi komið fram að Reykjavík Energy Invest hafi átt hitaveitu suðurnesja?
Á Reykjavík Energy Invest í einhverjum öðrum ríkisreknum fyrirtækjum sem verið er að einkavæða svo lítið beri á?
Þetta væri gaman að fá að vita og gott ef fjölmiðlar tækju það hlutverk að sér að rannsaka þessi mál.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)