Færsluflokkur: Samgöngur
Mánudagur, 31. mars 2014
Ámundi "segist hafa heyrt af því að forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja séu farnir að íhuga það alvarlega að flytja sig um set"
Borgartúnið lítur mikið betur út í dag en það hefur nokkurntíma gert áður. Núna er hægt að labba frá Laugardalslauginni niður í bæ í fallegu og skemmtilegu umhverfi alla leiðina. Eftir að Borgartúnið tók á sig þessa nýju mynd er Reykjavík loksins orðin borg þar sem hægt er að labba langar leiðir í góðu veðri, skoða í búðir og kíkja inn á kaffihús. Borgartúnið er því orðið mjög flott framlegning á miðbænum og tengir austurbæjinn við miðbæjinn á skemmtilegan hátt. Þar eru kaffihús, bakarí og búðir sem gaman er að labba eða hjóla framhjá.
Þó að einhver Ámundi hafi heyrt einhverja segjast vera óánægðir með þetta hef ég fulla trú á því að þessar breytingar eigi eftir að auka verslun í Borgartúninu. Ef einhverjir kjósa að flytja sig um set því að þeir þurfa að labba örfáar húsalengdir í vinnuna þá er það þeirra tap að flytja úr þessari frábæru götu sem Borgartúnið er orðið núna.
Íhuga flutning úr Borgartúninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)